Nafnið, GuSt, er í raun undirskrift Guðrúnar Kristínar Sveinbjörnsdóttur fatahönnuðar, sem merkt hefur hönnun sína GuSt frá upphafi.

Guðrún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Staatliche Fachschule fϋr Entwurfsdirectricen (Modeschule Stuttgart) í Þýskalandi árið 1997 en hafði áður lokið sveinsprófi í kjólasaumi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1993. Guðrún hefur hannað og framleitt fatnað undir eigin vörumerki frá árinu 1997 og rak eigin verslun í miðbæ Reykjavíkur frá 2003 - 2014.


Hönnun GuSt er tímalaus, stílhrein, nýstárleg eða allt í senn, en hún hefur alltaf einhver skemmtileg og stundum óvænt smáatriði sem gera hverja flík einstaka.

Það er metnaður GuSt að framleiða allan fatnað í Evrópu og sem mest á Íslandi. Við hönnun og framleiðslu á GuSt fatnaði er lögð höfuðáhersla á góð efni og vandaðan saumaskap sem skilar sér í endingargóðri flík.

Í desember 2015 opnaði GuSt vinnustofu í Listhúsinu í Laugardag.

Vörur GuSt eru einnig fáanlegar í vefverslun okkar. Þar er opið 24 tíma á sólarhring, alla daga vikunnar!