Eftirfarandi eru skilmálar fyrir sölu á vörum hjá GuSt ehf. á vefnum www.gust.is
Vinsamlegast kynntu þér þessa skilmála sem þú þarft að samþykkja til að ljúka við pöntuna þína á vefnum okkar.

 
1 - Almennt
Vefverslun gust.is er rekin af GuSt ehf. (kt. 490103-2010, hér eftir nefnt seljandi) Öll verð og allar upplýsingar á vefnum gust.is eru með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur og áskilinn er réttur til breytinga án fyrirvara. Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á einstakar vörur eða vöruflokka fyrirvaralaust. Ef hætta þarf við pöntun vegna ofangreinds er varan endurgreidd að fullu innan tveggja virka daga frá því kaupin fóru fram.
 
2 - Afgreiðslufrestur
Vörur sem merktar eru sem lagervara eru afgreiddar innan tveggja virkra daga frá staðfestingu pöntunar og móttöku greiðslu. Komið getur fyrir að vörur séu uppseldar og mun seljandi þá hafa samband með tölvupósti eða í síma eins fljótt og því verður við komið. Sé vara uppseld endurgreiðir seljandi pöntunina að fullu innan tveggja virkra daga. Vörur sem eru uppseldar til lengri tíma eru annaðhvort fjarlægðar af vefnum eða sérmerktar.
 
3 - Afhending
Vörur sem keyptir eru á vefnum eru afhentir á þeim stað sem óskað er eftir í pöntun. Þegar mótttakandi eða flutningsaðili hefur kvittað fyrir móttöku telst varan afhent og er eftir það á ábyrgð kaupanda. Ef sent er með pósti eða öðru flutningafyrirtæki gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þess fyrirtækis um afhendingu vörunnar eftir að seljandi hefur afhent hjá flutningafyrirtækinu. Kaupandi þarf að sækja vöruna á afgreiðslustað viðkomandi flutningafyrirtækis ef það á við. Seljandi ábyrgist þannig ekki afhendingu heim að dyrum hjá kaupanda þegar valið er að fá sent með flutningafyrirtæki.
 
4 - Sendingarkostnaður
Þar sem það á við er sendingarkostnaður innheimtur sem hluti af pöntun viðskiptavinar. Þurfi af einhverjum ástæðum að hætta við eða endursenda vörur er þessi kostnaður ekki endurgreiddur. Seljandi áskilur sér rétt á að innheimta flutningskostnað vegna endursendra vara ef ekki er um gallaða vöru að ræða.
 
5 - Greiðslur
Hægt er að greiða pantanir á vefnum með millifærslu í banka eða með kreditkorti. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu fer í gegnum vottaða greiðslusíðu Borgunar og er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda er tryggt. Seljandi geymir þannig engar kreditkortaupplýsingar frá kaupanda.
 
6 - Skilaréttur
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu. Ónotaðri vöru má skila gegn endurgreiðslu innan 14 daga. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða. Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru þarf hann að koma henni á upprunalegan afhendingarstað á höfuðborgarsvæðinu eða afgreiðslu flutningafyrirtækis í Reykjavík á sinn kostnað. Skilafrestur byrjar að líða eftir að vara hefur verið afhent hjá þeim aðila sem kaupandi hefur óskað eftir.
 
7 - Ábyrgð
Ábyrgð er á öllum vörum gegn framleiðslugöllum. Ábyrgðin nær ekki til slits, skemmda eða rangrar meðhöndlunar sem verða við notkun og eru á ábyrgð kaupanda. Ef bæta þarf vöru vegna galla eru þær bætur í formi sömu eða sambærilegrar vöru. Upphæð bóta vegna galla verður aldrei hærri en verðmæti upprunlegu vörunnar.
 
8 - Virðisaukaskattur og reikningar
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með 25,5% virðisaukaskatti. Reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Reikningar eru gefnir út af seljanda (GuSt ehf. - kt. 490103-2010). Verð í öðrum gjaldmiðlum á þeim hlutum vefsins sem eru á öðrum tungumálum en íslensku eru án virðisaukaskatts og gilda einungis ef um er að ræða vöru sem send er erlendis. Ekki er hægt að taka ábyrgð á nákvæmni umreiknings á gengi einstakra mynta frá degi til dags.
 
9 - Trúnaður og persónuupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Undantekning frá þessu eru upplýsingar um kaupanda sem sendar eru til Borgunar vegna gjaldfærslu á kreditkort.
 
10 - Annað
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað sbr. 3 gr. Rísi mál vegna þessara skilmála skal reka það fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.