Kæru viðskiptavinir,

Verð í vefverslun er það sama og á vinnustofunni og hjá endursöluaðilum. Flutningskostnaður út á land greiðist af kaupanda og er þar um að ræða pökkun, sendingu á pósthús og póstburðargjald. Við förum að jafnaði með vörur í póst næsta virkan dag eftir pöntun berst. Ef mikið liggur við er velkomið að hafa samband í síma 8961801 eða með tölvupósti gust@gust.is og við gerum okkar besta til að senda samdægurs.Fatnaður frá GuSt er yfirleitt framleiddur í 3 stærðum. Hér að neðan er tafla sem sýnir samanburð við algengar evrópskar stærðir :
Við förum eftir lögum um skilarétt kaupenda, þær kveða á um skiptarétt í 14 daga, gegn fullri endurgreiðslu ef flíkin er ónotuð og í sama ástandi eins og þegar hún var seld. Inneignarnótur og gjafabréf gilda í 4 ár. Hægt er að skila útsöluvörum fyrir aðra vöru á útsölu. Við leggjum metnað í að fötin hjá okkur séu úr vönduðum efnum sem endast vel en ef þvottaleiðbeiningum er ekki fylgt, eða efnalaug eyðileggur flík, sjáum við okkur ekki fært að bæta það.


Við vonum að nýja GuSt flíkin þín verði uppáhaldsflík um ókomin ár!